Á annan veg
Á annan veg er lágstemmd og mannleg kómedía með dramatískum undirtón. Myndin gerist á ótilgreindum fjallvegum á 9. áratugnum og fjallar um tvo starfsmenn Vegagerðarinnar sem vinna við að mála merkingar á malbikaða vegi, slá niður tréstikur í vegkanta, fylla í holur og annað tilheyrandi. Sá eldri og reyndari, Finnbogi, hefur verið beðinn um að gera fjölskyldu kærustu sinnar greiða og útvega Fredda, yngri bróður hennar, starf hjá Vegagerðinni. Taka hann með sér út á land yfir sumarið og gera mann úr honum. Í myndinni er sambandi þessara ólíku, nánast andstæðu, persóna fylgt eftir í eyðilegu og hrjóstrugu fjalllendi.
- Ár: 2011
- Land: Iceland, United Kingdom
- Genre: Drama, Comedy
- Stúdíó: Flickbook Films (GB)
- Lykilorð: iceland
- Leikstjóri: Hafsteinn Gunnar Sigurðsson
- Leikarar: Sveinn Ólafur Gunnarsson, Hilmar Guðjónsson, Þorsteinn Bachmann, Valgerður Rúnarsdóttir, Þorbjörn Guðmundsson, Runólfur Ingólfsson